Guðmundur á flugi í HastingsFjórða sigurskák Guðmundar Kjartanssonar á Hastings mótinu leit dagsins ljós í dag þegar hann lagði stórmeistarann, S. Haslinger (2506), í 7. umferð, að því er virtist næsta auðveldlega.  Guðmundur vann mann í 28. leik og eftirleikurinn var auðveldur en stórmeistarinn gaf eftir 56 leiki.

Guðmundur hefur nú 5 vinninga af 7 og er væntanlega kominn í hóp 10 efstu manna en staðan hefur ekki verið uppfærð þegar þetta er skrifað.  Þess má geta að fyrirfram var Guðmundur í kringum 60 hvað varðar styrkleika.  Sannarlega glæsilegur árangur hjá TR-ingnum knáa sem heldur áfram för sinni upp stigalistann.

8. umferð fer fram á morgun, sunnudag, og verður skák Guðmundar sýnd beint á netinu.

  • Heimasíða mótsins
  • Skákirnar í beinni