Grand Prix mótaröðin heldur áfram í kvöldGrand Prix mótaröðin heldur áfram í kvöld. Taflið hefst kl. 19.30 í Skákhöll Reykjavíkur að Faxafeni 12, 2. hæð. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma.

Verðlaun verða eins og áður í boði Senu, Zonets, 12 Tóna, Smekkleysu og Geimsteins.

Davíð Kjartansson er efstur í syrpunni, en næstir koma Jóhann H. Ragnarsson og Daði Ómarsson. Um fyrri úrslit og stöðuna í Grand Prix mótaröðinni vísast á heimasíðu mótaraðarinnar.