Góður Dagur í KexinuNú stendur yfir seinna skákmót Dags Arngrímssonar og Davíðs Kjartansson í Kexinu. Í fyrstu umferð vann Dagur IM Werner (2348) auðveldlega með svörtu mönnunum og í 2. umferð sigraði hann IM Sarosi (2372) í 19. leikjum, og tók skákin aðeins 1 klst.

Davíð gerði í 1. umferð jafntefli við Kodentsvo (2299) og er nú að tefla við Cako (2168) í 2. umferð.

Upplýsingar frá Degi Arngrímssyni.