Gauti Páll efstur á Þriðjudagsmóti TRRapid Tuesday VIÞað var enginn annar en sjálfur ritari Taflfélags Reykjavíkur og vararitari Skáksambands Íslands, Gauti Páll Jónsson, sem sigraði á Þriðjudagsmóti TR þann 7. maí. Það má því með sanni segja að hann hafi ritað nafn sitt á spjöld sögunnar með árangri sínum.

Ungi maðurinn leyfði aðeins tap gegn Björgvini Víglundssyni, en vann hinar skákirnar þrjár, með mikilli tækni og þrautseigju. Þeir voru fjórir kapparnir með þrjá vinninga af fjórum, Gauti, Björgvin, Jon Olav Fivelstad og Jóhann Ragnarsson.

Næsta þriðjudagsmót verður haldið 14.maí og hefst taflið stundvíslega klukkan 19:30. Mótin eru opin öllum með yfir 1400 skákstig á einhverjum lista (kappskák, atskák, hraðskák).