Frumraun í skráningu skáka á laugardagsæfingu



Þegar tefldar eru hraðskákir eða styttri skákir gerist margt og mikið á skákborðinu og stundum man maður ekki stundinni lengur hvað maður var að tefla! Þó getur verið að maður muni einstaka sinnum eftir flottu máti eða þegar maður missti drottninguna í “miklu betri stöðu”! Þegar tefldar eru lengri skákir, eins og t.d. á Haustmóti T.R., Skákþingi Reykjavíkur eða á Íslandsmóti, þá eru skákirnar skrifaðar niður. Hverjum og einum þátttakanda ber að skrifa alla skákina niður á þeim tíma sem skákin er tefld.

 

Á laugardagsæfingunni síðustu skrifuðu krakkarnir niður skákirnar sínar í fyrsta skipti. Fyrst rifjuðum við upp heitin á reitunum á skákborðinu og svo var sest að tafli og þau sem eru komin yfir yngsta stigið í grunnskólanum fengu sér skákskriftarblað og penna. Engar klukkur voru notaðar og því ótakmarkaður tími! Krakkarnir voru áhugasöm við að skrá skákirnar sínar niður. Þau gátu síðan tekið blöðin með sér heim til að sýna hvernig þau tefldu skákina á þessari æfingu. Sum þeirra tóku sig til og skrifuðu fleiri en eina skák niður. Yngstu krakkarnir “sluppu” við að skrifa sínar skákir að þessu sinni, en tefldu hvert við annað þeim mun fleiri skákir.

 

Ekki er úr vegi að hvetja krakkana (og foreldrana að ógleymdum öfum og ömmum!) að kíkja í skákbókina SKÁKÞJÁLFUN, sem börnin fengu fyrir jól frá félaginu (það er að segja þau börn sem gengu í T.R. fyrir jól), og reyna að lesa sig fram úr skákrituninni. Þannig er hægt að fara yfir skákir löngu liðinna skákmeistara og æfa sig í skákþrautum. Og að sjálfsögðu er hægt að æfa sig í “Bronsinu”, endataflsæfingunum sem krakkarnir fengu fyrir nokkrum vikum síðan.

 

Öll börnin fengu 1 mætingarstig fyrir æfinguna í dag. Það voru: Vignir Vatnar Stefánsson, Gauti Páll Jónsson, Muhammad Zaman, María Zahida, Ayub Zaman, Páll Ísak Ægisson, Þorsteinn Freygarðsson, Sólrún Elín Freygarðsdóttir, Halldóra Freygarðsdóttir, Sigurður Alex Pétursson, Ísak Indriði Unnarsson, Einar Björgvin Sighvatsson, Smári Arnarson, Hörður Sindri Guðmundsson, Kristján Nói Benjamínsson, Kristján Már Einarsson, Samar -e- Zahida, Ólafur Örn Olafsson, Finnbogi Tryggvason.

 

 

Eins og áður hefur verið sagt frá, fá krakkarnir stig fyrir ástundun og árangur á laugardagsæfingunum.

Stigin standa núna eftir 11 laugardagsæfingar (talið frá áramótum)

 

1. Gauti Páll Jónsson 22 stig

2. Þorsteinn Freygarðsson 18 stig

3. Mías Ólafarson 14 stig

4.-5. Jakob Alexander Petersen,  Einar Björgvin Sighvatsson  13 stig

6.-7. Smári Arnarson, Hörður Sindri Guðmundsson 11 stig

8.-11. Erik Daníel Jóhannesson, Gunnar Helgason, Halldóra Freygarðsdóttir, Sólrún Elín Freygarðsdóttir 10 stig

12. Páll Ísak Ægisson 9 stig

13.-15. Figgi Truong, Sigurður Alex Pétursson, Ólafur Örn Olafsson 8 stig

16.-20. Tjörvi Týr Gíslason, Kristófer Þór Pétursson, María Zahida, Samar-e-Zahida, Kristján Nói Benjamínsson 7 stig

21.-22. Jóhann Markús Chun, Kristján Gabríel Þórhallsson 6 stig

23. 25. Elvar P. Kjartansson, Atli Freyr Gylfason, Ísak Indriði Unnarsson  5 stig.

26.- 33. Elmar Oliver Finnsson, Veronika Steinunn Magnúsdóttir, Kveldúlfur Kjartansson, Mariam Dalía Ómarsdóttir, Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttir, Vignir Vatnar Stefánsson, Muhammad Zaman, Ayub Zaman  4 stig.

34.-36. Tinna Chloe Kjartansdóttir, Svavar Egilsson, María Ösp Ómarsdóttir, 3 stig.
37.-44. Guðmundur Óli Ólafarson, Máni Elvar Traustason, Atli Finnsson, Bragi Þór Eggertsson, Madison Jóhannesdótir, Hróðný Rún Hölludóttir, Kristján Már Einarsson, Finnbogi Tryggvason  2 stig.
45.-63. Ásdís Ægisdóttir, Dagný Dögg Helgadóttir, Edda Hulda Ólafardóttir, Frosti, Jón Bjartur Þorsteinsson, Jón Eðvarð Viðarsson, Kristján Arnfinnsson, Marinó Ívarsson, Sveinn Orri Helgason, Egill Orri Árnason, Þorgrímur Erik Þ. Rodriguez, Bjarki Harðarson, Gylfi Már Harðarson, Elías Magnússson, Pétur Sæmundsson, Halldór Ísak Ólafsson, Haukur Arnórsson, Styrmir Ólafsson, Axel Pálsson, 1 stig.

 

Umsjónarmaður var Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.

 

Verið velkomin næsta laugardag kl. 14-16. Húsið opnar kl. 13.45.