Frábær árangur Daða á First SaturdayTR-ingurinn ungi og efnilegi, Daði Ómarsson (2150), tók á dögunum þátt í hinu mánaðarlega First Saturday móti í Búdapest, Ungverjalandi.  Daði tefldi í lokuðum tíu manna IM flokki og var næststigalægstur keppenda.

Daði stóð sig sérlega vel, hlaut 4,5 vinning og hafnaði í 4.-7. sæti.  Fyrir árangur sinn hækkar Daði um 22 elo-stig en hann sigraði m.a. tvo alþjóðlega meistara og gerði jafntefli við þann þriðja.  Með þessu áframhaldi er þess ekki langt að bíða að Daði rjúfi 2200 elo-stiga múrinn.

Úrslit og lokastöðu má sjá á Chess-Results.

Heimasíða mótsins