Fimmtudags- og laugardagsæfingar komnar á fullt



Athygli er vakin á því að vetrarstarf félagsins er komið á fullt eftir jólafrí.

Öll fimmtudagskvöld klukkan 19.30 eru haldin fimmtudagsmót, sem fyrir löngu eru orðin að hefð hjá félaginu.  Á fyrstu æfingu ársins mættu tæplega 20 keppendur sem er með besta móti.  Tefldar eru skákir með sjö mínútna tímamörkum og er þátttökugjald aðeins kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir 15 ára og yngri.  Alltaf er heitt á könnunni og boðið er upp á léttar veitingar endurgjaldslaust.

Á laugardögum kl. 14 fara fram skákæfingar fyrir börn 12 ára og yngri og hefur æfingunum verulega vaxið fiskur um hrygg undanfarin misseri.  Á fyrstu æfingu nýs árs mættu tæplega 30 börn sem fer nærri því að vera þátttökumet.  Á æfingunum er farið yfir grunnatriði skákarinnar, sett eru upp skákmót og skákþrautir leystar, svo eitthvað sé nefnt.  Í lok hvors tímabils, þ.e. hausts og vors, eru börnin síðan verðlaunuð fyrir ástundun og árangur.  Ítarlegir pistlar eru skrifaðir eftir hverja æfingu sem má nálgast hér eða með því að smella á tengilinn hér hægra megin á síðunni.  Aðgangur á laugardagsæfingarnar er ókeypis.

Hægt er að senda allar fyrirspurnir varðandi þessa viðburði á netfang félagsins, taflfelag@taflfelag.is.