Fátt óvænt í annari umferð Skákþings Reykjavíkur



Úrslit í annari umferð Skákþings Reykjavíkur, sem fram fór í gærkvöldi, voru flest eftir bókinni ef frá eru skilin jafntefli Júlíusar Friðjónssonar og Jóns Úlfljótssonar annarsvegar og Harðar Arons Haukssonar og Stefáns Bergssonar hinsvegar.  Önnur úrslit voru flest á þann veg að sá stigahærri vann þann stigalægri.

 

Eftir tvær umferðir hafa fjórtán keppendur fullt hús vinninga en í þriðju umferð sem fer fram á sunnudag og hefst kl. 14 mætast m.a. Oliver Aron Jóhannesson og alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson, Fide meistarinn Sigurbjörn Björnsson og Mikael Jóhann Karlsson sem og Dagur Ragnarsson og Fide meistarinn Einar Hjalti Jensson.

 

Af öðrum athyglisverðum viðureignum í þriðju umferð má nefna viðureign Jóns Trausta Harðarsonar og Kjartans Maack en þar má Kjartan hafa sig allan við þó hann sé ríflega 130 Elo stigum hærri en Jón Trausti.  Þá mætast TR-ingarnir ungu, Vignir Vatnar Stefánsson og Guðmundur Agnar Bragason sem og Róbert Luu og Þorsteinn Magnússon, en Róbert er aðeins átta ára.

  • Úrslit, staða og pörun
  • Skákir: 1 2 3 4 5 6 7 8 9
  • Myndir
  • Mótstöflur SÞR
  • Skákmeistarar Reykjavíkur