Elsa María sigurvegari fimmtudagsmótsFámennt var á Fimmtudagsmóti Taflfélags Reykjavíkur að þessu sinni enda Skeljungsmótið í fullum gangi. Tíu keppendur tefldu 9 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Þau Helgi Brynjarsson, Kristján Örn Elíasson og Elsa María Kristínardóttir urðu öll efst og jöfn með 7 vinninga úr 9 skákum.

 

Elsa María var úrskurðuð sigurvegari þar sem þeir Helgi og Kristján Örn höfðu fengið vinning gegn Skottu í fyrstu tveimur umferðunum. Skýringin er sú að Eiríkur Björnsson mætti til leiks í þriðju umferð og tefldi því ekki við þá félaga en hann fékk 5 vinninga af 7.

Úrslit:

 1-3  Helgi Brynjarsson,          7 af 9

      Kristján Örn Elíasson,      7

      Elsa María Kristínardóttir, 7

 4-6  Matthías Pétursson,         5

      Jón Gunnar Jónsson,         5

      Eiríkur Björnsson,          5 af 7

  7   Jon Olav Fivelstad,         4

  8   Guðmundur Kr. Lee,          2

 9-10 Tjörvi Schiöth,             1.5

      Hörður Aron Hauksson,       1.5