Daði með fullt hús á fimmtudagsmótiDaði Ómarsson sigraði með yfirburðum á fimmtudagsmóti gærkvöldsins.  Menn voru óvenju skákþyrstir að þessu sinni og tefldu allir við alla eða 11 umferðir og sigraði Daði alla sína andstæðinga.  Í öðru til þriðja sæti með 8,5 vinning urðu síðan Helgi Hauksson og hinn ungi og efnilegi Páll Andrason sem hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu.

Úrslit:

  • 1. Daði Ómarsson 11 v af 11
  • 2.-3. Helgi Hauksson, Páll Andrason 8,5
  • 4. Kristján Örn Elíasson 7,5
  • 5. Ingi Tandri Traustason 6,5
  • 6.-7. Jón Gunnar Jónsson, Guðmundur Kristinn Lee 6
  • 8. Helgi Stefánsson 3,5
  • 9. Andri Gíslason 3
  • 10. Benjamín Gísli Einarsson 2,5
  • 11. Pétur Axel Pétursson 2
  • 12. Tjörvi Schiöth 1