Björn Þorsteinsson genginn úr T.R.Einn af reyndustu og sterkustu skákmönnum Taflfélags Reykjavíkur, Björn Þorsteinsson (2283), hefur sagt skilið við félagið og er genginn til liðs við skákfélagið Goðann.  Björn tefldi síðast fyrir T.R. í seinni hluta Íslandsmóts skákfélaga en hann hefur tvisvar hampað Íslandsmeistaratitlinum í skák, árin 1967 og 1975.

Stjórn T.R. óskar Birni góðs gengis hjá nýju félagi og þakkar honum samveruna í gegnum árin.