Bikarsyrpa TR hófst í kvöldÞað var mikil eftirvænting í augum barnanna 25 sem mættu í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur fyrr í kvöld til að tefla í hinni nýju Bikarsyrpu. Það var sérstaklega gaman að fylgjast með því hve mörg barnanna notuðu tímann sinn vel og stóðu sig vel í að skrifa skákirnar niður.

Skákir 1.umferðar voru margar hverjar æsispennandi þar sem reyndari skákmenn átti sumir í mesta basli með óreyndari andstæðinga sína. Úrslit 1.umferðar urðu þó flest eftir bókinni og má þau finna hér.

Pörun 2.umferðar má finna hér.