Yfirlýsing frá formanni T.R.



Formaður T.R. birti eftirfarandi yfirlýsingu vegna Íslandsmóts unglingasveita á Skákhorninu og fór fram á, að sama yfirlýsing yrði einnig birt á vefsvæði Taflfélagsins.

Taflfélag Reykjavíkur harmar að sveitirnar sem ráðgert var að senda skyldu ekki mæta. Ástæðan fyrir þessu var sú að á stjórnarfundi TR á fimmtudagskvöldinu (mánudagskvöldinu; innskot vefstjóri) fyrir mót fóru fram umsjónarmannskipti með unglingastarfinu. Einhver misskilningur varð hvort gamli eða nýi umsjónamaður unglingaæfinga ætti að boða. Hvorugur boðaði vegna þessa misskilnings og því fór sem fór. Fyrir hönd stjórnar TR bið ég unglinganefnd SÍ og Pál Sigurðsson innilega afsökunar að svona skyldi fara og tek á mig alla sök í þessu máli. Ég hefði getað verið skorinorðari á TR fundinum hver færi með umdæmi í málinu og harma að svo klaufalega skyldi til takast, að barna- og unglingasveitir TR skyldu sitja heima á meðan sveitir annara félaga sátu að tafli í umræddu móti.