Barna-og unglingastarf TR er nú komið í sumarfrí eftir viðburðaríkan og skemmtilegan vetur. Á laugardaginn var, 4. maí, fór fram vorhátíðarskákæfing í tveimur hópum. Afrekshópurinn verður svo með sér vorhátíð þegar því starfi líkur um miðjan mánuðinn.
Um morguninn 4. maí, fór fyrst fram vorhátíðaræfing í stelpuhópnum kl. 12.30-13.45. Slegið var upp liðakeppni og boðhlaupsskák sem vakti mikla lukku! Síðan var “sparihressing” og veittar viðurkenningar fyrir ástundun á þessari önn. Eftirtaldar fengu verðlaun:
1. Freyja Birkisdóttir, Karitas Ólöf Ísfeld Hafsteinsdóttir
2. Marsibil Þóra Ísfeld Hafsteinsdóttir
3. Þuríður Helga Ragnarsdóttir
Á þessari önn hafa um 20 stelpur/konur tekið þátt í skákæfingunum og vonandi mæta þær hressar þegar skákstarfið hefst aftur í september!
Þátttakendur á Vorhátíðaræfingunni kl. 14 voru 30. Fjöltefli var fyrsti liður á dagskrá. Matthías Pétursson og Björn Jónsson tefldu fjöltefli við 15 börn hvor. Matthías er búinn að vera skákþjálfari á laugardagsæfingunum mestan hluta vetrar og hefur það verið mikill fengur fyrir okkur að fá hann til liðs við okkur í barnastarfið. Hann fer í nám til Bandaríkjanna næsta vetur og munum við sakna hans mikið! Held að hann eigi líka eftir að hugsa til okkar á hverjum einasta laugardegi næsta vetur! Bestu þakkir og kveðjur og óskir um góða dvöl í Ameríku fylgja Matthíasi frá okkur öllum!
Krakkarnir 30 sem tefldu í fjölteflinu stóðu sig mjög vel. Það er ekki alveg auðvelt að vera í fjöltefli, þar sem langt getur liðið á milli leikja! En Björn og Matthías voru “á ferðinni” milli borða í góðum takti, þannig að þetta gekk greiðlega fyrir sig. Svo fór að þrír drengir fengu vinning í fjölteflinu, en það voru þeir Björn Hólm Birkisson, Björn Ingi Helgason og Róbert Luu og þrír fengu jafntefli, en það voru þeir Sævar Halldórsson, Guðmundur Agnar Bragason og Jón Hreiðar Rúnarsson.
Eftir fjölteflið var komið að “sparihressingunni”. Taflfélag Reykjavíkur bauð öllum krökkunum og þeim foreldrum sem voru til aðstoðar upp á pizzu og gos og myndaðist hin skemmtilegasta vorhátíðarstemning!
Eftir “pizzupartýið” var komið að afhendingu viðurkenninga fyrir vorönnina 2013 (janúar-maí). Eftirfarandi krakkar hlutu medalíur fyrir ástundun:
Aldursflokkur fædd 2007.
Guðjón Ármann Jónsson
Aldursflokkur fædd 2005-2006, (1.-2. bekk)
1. Hreggviður Loki Þorsteinsson, Úlfar Bragason
2. Alexander Björnsson, Hubert Jakubek,
Kristján Sindri Kristjánsson
3. Höskuldur Ragnarsson, Mir Salah
Aldursflokkur fædd 2003-2004, (3.-4. bekk)
1. Mateusz Jakubek
2. Davíð Dimitry Indriðason, Sana Salah
3. Eiður Darri Jóhannsson
Aldursflokkur fædd 2000-2002, (5.-7. bekk)
1. Björn Ingi Helgason
2. Þorsteinn Magnússon, Þórólfur Ragnarsson
3. Guðmundur Agnar Bragason, Bárður Örn Birkisson, Björn Hólm Birkisson
Þrenn verðlaun voru veitt fyrir samanlögð stig fyrir Ástundun og Árangur:
1. Mateusz Jakubek 28 stig
2. Bárður Örn Birkisson 22 stig
3. Sævar Halldórsson 20 stig
Þátttakendurnir á Vorhátíðaræfingunni voru eftirfarandi:
1. Alexander Björnsson
2. Eiður Sölvi Þórðarson
3. Egill Gunnarsson
4. Sævar Halldórsson
5. Jóhann Bjarkar Þórsson
6. Þórólfur Ragnarsson
7. Höskuldur Ragnarsson
8. Úlfar Bragason
9. Freyja Birkisdóttir
10. Jón Hreiðar Rúnarsson
11. Kristján Sindri Kristjánsson
12. Hreggviður Loki Þorsteinsson
13. Sana Salah
14. Hubert Jakubek
15. Páll Ísak Ægisson
16. Mir Salah
17. Mateusz Jakubek
18. Guðjón Ármann Jónsson
19. Sagitha Rosanty
20. Björn Hólm Birkisson
21. Björn Ingi Helgason
22. Davíð Dimitry Indriðason
23. Róbert Ruu
24. Guðni Viðar Friðriksson
25. Guðmundur Agnar Bragason
26. Unnsteinn Beck
27. Hilmar Kiernan
28. Ísak Orri Karlsson
29. Freyr Grímsson
30. Björn Magnússon
31. Kári Bjarkarson (horfði á).
Þar með er vetrarstarfið hjá T.R. á laugardögum lokið að sinni. Við umsjónarmenn og skákþjálfarar þökkum öllum krökkum sem mætt hafa á laugardagsæfingar T.R. í vetur fyrir ánægjulega samveru! Sérstakar þakkir fær Björn Jónsson sem er höfundur námsefnisins sem notað hefur verið við skákæfingarnar í TR frá byrjun þessa árs. Óhætt er að segja að tilkoma námsefnisins hafi slegið í gegn hjá krökkunum og hafa foreldrar einnig sýnt mikinn áhuga á þessum litríku og skemmtilegu skákheftum.
Umsjónarmenn á Vorhátíðarskákæfingunni voru Matthías Pétursson, Björn Jónsson og Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir. Björn og Sigurlaug tóku myndir.
Verið velkomin á skákæfingar T.R. veturinn 2013-2014 sem hefjast aftur í september!
GLEÐILEGT SUMAR!
Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir
Formaður Taflfélags Reykjavíkur
- Myndir