Laugardagsæfingum vetrarins lauk formlega síðastliðinn laugardag þegar vorhátíðaræfing var haldin með pomp og prakt. Verðlaun voru veitt fyrir árangur og ástundun ásamt því sem glæsilegar veitingar voru í boði. Þá voru teknar myndir af börnunum ásamt því sem hefðbundin skákæfing fór fram með tilheyrandi þrautum og baráttu við skákborðin.
Í pistli læfingarinnar er m.a. annars talið upp hverjir fengu helstu verðlaun. Ljósmyndir, sem Jóhann H. Ragnarsson tók, má finna í myndagalleríi síðunnar hér að ofan.
Athugið að stök laugardagsæfing verður laugardaginn 5. júní en æfingarnar hefjast svo aftur af fullum krafti næstkomandi haust.
- Pistill vorhátíðaræfingarinnar
- Pistlar allra æfinga vetrarins
- Myndir frá vorhátíðaræfingunni
- Myndir frá páskaæfingunni 2010
- Myndir frá jólaæfingunni 2009