Eftir skamma dvöl í skákdeild Fjölnis hefur Vignir Vatnar Stefánsson gengið aftur í raðir Taflfélags Reykjavíkur ásamt föður sínum, Stefáni Má Péturssyni. Félagið fagnar endurkomu þeirra feðga og býður þá velkomna í elsta og stærsta skákfélag landsins en þess má til gamans geta að langa langa afi Vignis, Pétur Zophaníasson, var einn af stofnendum þess fyrir 112 árum.
Næst á döfinni hjá Vigni Vatnari er þátttaka í Heimsmeistaramóti ungmenna sem fer fram í Maribor, Slóveníu, dagana 7.-19. nóvember og verður spennandi að fylgjast með gengi hans þar. Nánari upplýsingar um mótið má finna hér.