Vignir Vatnar Stefánsson kom, sá og sigraði á Þriðjudagsmóti vikunnar. Vignir sem situr nú í 2. sæti á Haustmóti TR, gaf engin færi á sér og sigldi sigrinum í höfn af öryggi og staðfestu. Þriðjudagsmótin hafa öðru hverju alþjóðlegt yfirbragð og í öðru sæti að þessu sinni varð Bandaríkjamaðurinn Michael Bogaty en jafnir honum að vinningum en lægri á stigum voru síðan Kjartan Másson og Guðmundur Edgarsson. Sá sem varð hlutskarpastur miðað við frammistöðustig var Þorsteinn Magnússon í 5. sæti og hann fær, ásamt sigurvegaranum að sjálfsögðu, inneign hjá Skákbúðinni í verðlaun.
Öll úrslit og stöðu mótsins má nálgast á chess-results.
Næsta Þriðjudagsmót verður 28. september næstkomandi, klukkan 19:30 stundvíslega í félagsheimili TR, Faxafeni 12.