Frá vinstri: Dagur Ragnarsson, Vignir Vatnar Stefánsson og Benedikt Briem
Hraðskákmót Reykjavíkur fór fram miðvikudaginn 8. febrúrar sl. Stórmeistarefnið Vignir Vatnar Stefánsson varð Hraðskákmeistari Reykjavíkur en hann hlaut 9 vinn. af 11 mögulegum.
Dagur Ragnarsson varð annar með 8½ vinn. og síðan komu þrír skákmenn jafnir í 3-5. sæti með 7½ vinn. Ansi jöfn og spennandi keppni en Vignir byrjaði á að gera jafntefli við lærisvein sinn úr Breiðabliki, Matthías Björgvin Kjartansson þar sem hann mátti hafa sig allan við að ná jafntefli.
Keppendur voru 32 og skákstjórn í höndum Ríkharðs Sveinssonar.