Vetrarmót öðlinga hefst á miðvikudag



Vetrarmót öðlinga 40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 29. október kl. 19.30 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. Tefldar verða sjö umferðir og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viðbótartími á hvern leik.Mótið, sem hefur fengið góðar viðtökur, er nú haldið í fjórða sinn en fyrirkomulag þess hentar vel þeim sem ekki hafa tök á að tefla oft í viku eða yfir heila helgi því aðeins er teflt einu sinni í viku, á miðvikudagskvöldum kl. 19.30. Dagskráin er því ekki stíf og jafnframt lýkur mótinu vel fyrir jólaösina.Þátttökurétt hafa allir öðlingar fertugir (á árinu) og eldri.Dagskrá:

  • 1. umferð miðvikudag 29. október kl. 19.30
  • 2. umferð miðvikudag 5. nóvember kl. 19.30
  • 3. umferð miðvikudag 12. nóvember. kl. 19.30
  • 4. umferð miðvikudag 19. nóvember kl. 19.30
  • 5. umferð miðvikudag 26. nóvember kl. 19.30
  • 6. umferð miðvikudag 3. desember kl. 19.30
  • 7. umferð miðvikudag 10. desember kl. 19.30

Keppt er um veglegan farandbikar, en auk hans eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.Þátttökugjald er kr. 4.000. Innifalið er frítt kaffi allt mótið.Skráning fer fram á vef Taflfélags Reykjavíkur.

  • Vetrarmót öðlinga 2013
  • Vetrarmót öðlinga 2012
  • Vetrarmót öðlinga 2011