Verðlaunahafar á Haustmóti TR – Benedikt skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur



Haustmóti TR lauk á dögunum en keppt var í lokuðum A- og B- flokkum auk opins flokks.

Í A-flokki má segja að tvíburarnir hafi komið, séð og sigrað! Bárður Örn varð hlutskarpastur með 7,5 vinning og átti mjög þétt og gott mót og tvíburabróðir hans Björn Hólm tók annað sætið.

Gott mót hjá tvíburunum

Gott mót hjá tvíburunum

Í þriðja sæti varð svo gamla kempan Sigurbjörn Björnsson sem vann sig í þriðja sætið eftir erfiða byrjun.

HTR_A_Sigurbjorn3rd

Skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur er svo iðullega hæsti TR-ingur á Haustmótinu og að þessu sinni var það hinn ungi og efnilegi Benedikt Þórisson sem hreppti titilinn.

HTR_BenediktThorisson

 

HTRa

Í B-flokki var Josef Omarson í banastuði og vann yfirburðasigur!

HTR_b_flokkur

Josef hækkar verulega á stigum fyrir þennan árangur. Þessi árangur er ekki tilviljun enda Josef lagt mikla stund á skáklistina í sumar og undanfarin misseri og að uppskera árangur erfiðisins!

HTR_b

Óttar Bergmann Sigfússon tók svo opna flokkinn. Birkir Hallmundarson náði í vænan stigagróða!

HTR_opinnflokkur

HTR_opinn_flokkur