Verðlaunahafar á Haustmóti T.R. 2011



75. Haustmóti T.R lauk miðvikudaginn 19. október og fór verðlaunaafhanding fram að loknu Hraðskákmóti T.R. sunnudaginn 23. október.

Alþjóðlegi meistarinn Guðmundur Kjartansson sigraði A-flokkinn og varði jafnframt titilinn frá því í fyrra sem Skákmeistari T.R. Guðmundur er því meistari félagsins í fjórða sinn, því hann vann einnig til þessa titils árin 2005, 2006 og í fyrra 2010. Vegleg peningaverðlaun voru í boði auk bikara og verðlaunapeninga. Sérstaka athygli vakti sigur Vignis Vatnars Stefánssonar í D-flokki. Vignir Vatnar aðeins er 8 ára gamall og fullyrða má að aldrei hafi svo ungur skákmaður unnið sigur í opna flokknum!

Verðlaunahafar í mótinu í heild voru eftirfarandi:

A-flokkur:

  1. IM Guðmundur Kjartansson, T.R., 7,5 v. 100.000 kr. Skákmeistari T.R. 2011.
  2. FM Davíð Kjartansson, Víkingaklúbbnum, 7 v. 50.000 kr.
  3. Stefán Bergsson, SA, 5,5 v. 25.000 kr.
  4. Sverrir Örn Björnsson, Haukar, 5v. (19.75 stig) ókeypis í Skákþing Reykjavíkur 2012
  5. Jóhann H. Ragnarsson, T.G. 5 v. (17 stig) ókeypis í Skákþing Reykjavíkur 2012

B-flokkur:

  1. Mikael Jóhann Karlsson, SA, 6,5v – 20.000 kr og sæti í A-flokki að ári
  2. Dagur Ragnarsson, Fjölni, 6 v. ókeypis í Skákþing Reykjavíkur 2012
  3. Stephen Jablon, Goðinn, 5,5v ókeypis í Skákþing Reykjavíkur 2012

C-flokkur:

  1. Oliver Jóhannesson, Fjölni, 7 v – 15.000 kr og sæti í B-flokki að ári
  2. Birkir Karl Sigurðsson, SFÍ, 6,5 v.- ókeypis í Skákþing Reykjavíkur 2012
  3. Jón Trausti Harðarson, Fjölni, 6 v (27 stig). – ókeypis í Skákþing Reykjavíkur 2012
  4. Friðgeir K. Hólm 6v. (24,5 stig).

D-flokkur (opinn flokkur):

  1. Vignir Vatnar Stefánsson, T.R, 7,5 v. – 10.000 kr og sæti í lokuðum -flokki að ári (næsta styrkleikaflokki).
  2. Jóhann Arnar Finnsson, Fjölni, 7 v. – ókeypis í Skákþing Reykjavíkur 2012
  3. Sóley Lind Pálsdóttir T.G., 6 v. (48,5 stig) – ókeypis í Skákþing Reykjavíkur 2012
  4. Rafnar Friðriksson, T.R, 6v (47 stig)
  5. Hilmir Freyr Heimisson, T.R. 6 v (41,5 stig)

Stjórn T.R þakkar hinum ýmsu aðilum sem lögðu hönd á plóginn á meðan skákmótinu stóð:

  • Skákstjórar voru Ólafur Ásgrímsson og Ríkharður Sveinsson
  • Beinar útsendingar voru í A-flokki og á einu borði í B-flokki. T.R. fékk afnot af skákborðum S.Í. fyrir útsendingarnar. Eiríkur K. Björnsson og Björn Jónsson sáu um beinu útsendingarnar.
  • Birna Halldórsdóttir var með veitingar á meðan mótinu stóð, sem er alveg ómissandi þáttur á skákmótum T.R.!
  • Þórir Benediktsson sá um skráningu allra skáka í lokuðu flokkunum og Eiríkur K. Björnsson skráði allar skákir í opna flokknum.
  • Tölvutek styrkti mótið með rausnarlegum styrk fyrir verðlaun í A-flokki.

Allir þessir aðilar fá bestu þakkir!

SRF

Myndir frá verðlaunaafhendingu og hraðskákmóti/