Úrslit eftir bókinni í 2. umferð áskorendaflokks



Annari umferð áskorendaflokks Skákþings Íslands lauk nú rétt í þessu.  Ekkert jafntefli leit dagsins ljós og ekki er hægt að tala um nein óvænt úrslit.  Tíu skákmenn eru efstir með fullt hús, þar á meðal T.R.-ingarnir, Eiríkur K. Björnsson (2034) og hinn hárprúði, Kristján Örn Elíasson (1982).

Þriðja umferð fer fram á morgun, sunnudag, og hefst kl. 13 en þá mætir Kristján Akurnesingnum, Magnúsi Magnússyni (2055) og Eiríkur mætir Hellisbúanum efnilega, Helga Brynjarssyni (1969).  Áhorfendur eru hvattir til að mæta en að vanda er góð og þægileg stemning í skákhöllinni þar sem hægt er að skrafa um ýmislegt við viðstadda með kaffi og með því í hönd.

Árangur T.R. manna:

Eiríkur K. Björnsson (2034) 2v
Kristján Örn Elíasson (1982) 2v
Frímann Benediktsson (1950) 1v
Þorsteinn Leifsson (1814) 1v
Agnar Darri Lárusson (1752) 1v
Atli Antonsson (1720) 1v
Friðrik Þjálfi Stefánsson (1694) 0v
Páll Andrason (1550) 1v
Birkir Karl Sigurðsson (1370) 1v
Hjálmar Sigurvaldason (1350) 1v

  • Heimasíða SÍ
  • Chess-Results