19.október fór fram sjötta og jafnframt næsta síðasta umferð í U2000 móti TR. Fyrir hana var Arnar Breki Grettisson einn efstur með 4½ vinning. Rétt á eftir honum komu Birkir Hallmundarson og Roberto Osario báðir með 4.vinninga.

Birkir Hallmundarson og Arnar Breki
Á fyrsta borði mættust Birkir Hallmundarson og Arnar Breki. Strax í byrjuninni kom Birkir á óvart með að tefla 1.e4 sem hann hefur ekki gert mikið af áður. Eftir byrjunina endaði hann einu peði yfir en á móti var Arnar Breki með sterka biskupa á miðborðinu. Staðan var lengi vel í jafnvægi en eftir miðtaflið náði Arnar Breki að fá upp endatafl sem var hartnær unnið fyrir hann. Staðan leit ekki vel út fyrir hvítan en Birkir náði að finna leið til að virkja stöðuna sína og fá nauðsynlegt mótspil. Í tímahrakinu komu nokkrir afleikir frá Arnari Breka og Birkir nýtti sér það til að vinna skákina. Góður sigur hjá Birki sem er einn efstur með 5 vinninga fyrir lokaumferðina á miðvikudaginn.

Haukur Víðis og Roberto Osario
Á öðru borði mættust Haukur Víðis og Roberto Osario. Eftir að hafa tapað peði strax í byrjuninni leit staðan frekar erfiðlega fyrir Hauk. Eftir hins vegar nokkra tímafreka peðsleiki frá Roberto náði Haukur að opna stöðuna á gátt sér í hag og jafna þar með taflið. Í lokinn var Haukur tveimur peðum yfir í endtaflinu en það kom ekki að sök og Roberto varðist frekar örugglega.
Fyrir lokaumferðina á miðvikudaginn 22.okt er Birkir einn efstur með 5.vinninga. Á eftir honum koma fimm aðrir með 4½ vinning.

Staðan eftir 6.umferðir
Staðan á chess-results:
Skákir mótsins á lichess