TRUXVI Meistaramót verður haldið fimmtudaginn 2. maí næstkomandi í skáksal Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Mótið er nú haldið í þriðja sinn og er opið öllum skákáhugamönnum. Taflið hefst stundvíslega klukkan 19:30 og er áætlað að mótinu ljúki um kl.22.
Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3m+2s. Mótið er reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.
Verðlaun:
- 1.sæti: 25.000 kr.
- 2.sæti: 15.000 kr.
- 3.sæti: 10.000 kr.
- U2000: Bókaverðlaun
- Efsta TR-ungmennið: Bókaverðlaun
Meistaramótið markar lok starfsárs ungmennahreyfingar Taflfélags Reykjavíkur og er mótið eitt sterkasta hraðskákmót landsins. Sigurvegarar fyrri móta:
- 2018: IM Guðmundur Kjartansson
- 2017: IM Arnar Gunnarsson
Þátttökugjald er 1000kr fyrir fullorðna en 500kr fyrir 17 ára og yngri. Skráning í mótið fer fram í gegnum hefðbundið skráningarform.