T.R.ingar sóttu Garðbæinga heim í félagsmiðstöð eldri borgara í Garðabæ í gærkvöldi. Þar var nýr leikmaður félagsins, Hannes Hlífar Stefánsson Íslandsmeistari, kynntur til leiks og tefldi hann þar sína fyrstu skák fyrir félagið í c.a. 12 ár, en hún stóð ekki lengi, því aðrar skákir voru vart hafnar, þegar Jóhann H. Ragnarsson féll í valinn. TRingar skiptu Hannesi og Stefáni Kristjánssyni út af eftir 2. umferðir.
Hinn ötuli formaður T.G. og unglingaþjalfari Hauka, með meiru, fær nú orðið, en eftirfarandi er tekið af www.skak.is:
TR-ingar unnu stórt fyrstu umferðirnar og ákváðu þá að hvíla stærstu kanónurnar en voru engu að síður með gríðarsterkt lið. TR vann 46-26 en staðan í hálfleik var 24-12. Guðmundur Kjartansson fékk flesta vinninga gestanna en Einar Hjalti Jensson fékk flesta vinninga heimamanna og reyndar flesta vinninga allra.
Árangur TG-inga:
1. Einar Hjalti Jensson 9 v af 12.
2. Jóhann H Ragnarsson 8 v.
3-4. Jón Þór Bergþórsson 3,5 v.
3-4. Björn Jónsson 3,5 v.
5. Páll Sigurðsson 1,5 v.
6. Svanberg Már Pálsson 0,5 v.
Árangur TR-inga:
1. Guðmundur Kjartansson 8 v. af 12.
2-3. Arnar Gunnarsson alþjóðlegur meistari 7,5 v. af 12.
2-3. Dagur Arngrímsson 7,5 v. af 9.
4. Snorri Bergsson 7 v. af 9.
5-6. Júlíus Friðjónsson 5,5 v af 12.
5-6. Daði Ómarsson 5,5 v. af 12.
7-8. Hannes Hlífar Stefánsson stórmeistari 2 af 2.
7-8. Stefán Kristjánsson alþjóðlegur meistari 2 af 2.
9. Óttar Felix Hauksson 1 v af 2. og vinningurinn kom í formannaslagnum þar sem gestrisnin var í hávegi höfð.
Liðsstjóri T.R. var Óttar Felix Hauksson formaður. T.R.ingar þakka Garðbæingum fyrir kvöldið og vilja sérstaklega benda á góðan árangur Einars Hjalta, sem gefast aldrei upp, og hins ötula Jóhanns H. Ragnarssonar, tengdavaraformanns T.R, en hann stóð sig einnig afar vel í gærkvöldi Einnig má benda á góða taflmennsku Daða Ómarssonar, hins unga og efnilega skákmanns, sem tefldi mjög vel í gærkvöldi, en uppskar því miður ekki ætíð í samræmi við taflmennskuna.
SGB/PS