Barna- og unglingasveit Taflfélags Reykjavíkur, TR U16, mætir tveimur dönskum skákklúbbum í vináttukeppni laugardaginn 25. apríl næstkomandi kl. 13:00. Andstæðingar TR verða skákklúbbarnir Skak for sjov frá Frederiksberg og Boca Juniors frá Óðinsvéum. Teflt verður svokallað Team Battle á skákþjóninum Lichess með tímamörkunum 7+3. Liðsmenn TR tefla gegn liðsmönnum hinna klúbbanna og safna keppendur stigum fyrir hvern sigur. Fleiri stig fást fyrir að vinna margar skákir í röð. Sá skákklúbbur sem safnar flestu stigunum vinnur keppnina.
Barna- og unglingasveit TR hefur áður mætt erlendum klúbbum í vináttukeppnum en nýlega sigraði TR skákklúbbinn Sahovska Druscina frá Ljubljana í Slóveníu í vináttukeppni á chess.com.
Skráning í keppnina er hafin: https://forms.gle/HCbYHhoj2oCzQvwN8