TR-ingar að tafli



Félagsmenn í Taflfélagi Reykjavíkur sitja nú að tafli á mörgum vígstöðvum. Stefán Kristjánsson, alþjóðlegur meistari, og Dagur Arngrímsson, FIDE-meistari, stóðu sig afar vel á móti í Marianske Lazne í Tékklandi. Báðir sigruðu í sínum flokkum, Stefán í SM-flokki, en Dagur í AM-flokki.

Stefán tefldi í SM-b og varð efstur ásamt Þjóðverjanum Yakov Meister. Hann vann fjórar skákir, þar af tveir án taflmennsku, gerði sex jafntefli og tapaði engri skák, en það er mjög góður árangur í svo sterkum flokki. Hann græðir átta stig fyrir frammistöðuna og þarf nú aðeins herslumuninn til að verða útnefndur Stórmeistari! Efstu menn voru eftirfarandi:

Ranking crosstable after Round 11

Rk.     Name FED 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Pts.  TB1   TB2 
1 IM Kristjansson Stefan ISL * 1 ½ ½ ½ 1 ½ ½ ½ + +   7,0 32,25 0,0
2 IM Meister Yakov GER 0 * ½ 1 1 ½ ½ ½ 1 1 1   7,0 30,50 0,0
3 IM Simacek Pavel CZE ½ ½ * 0 ½ ½ 1 1 ½ 1 +   6,5 28,25 0,0

 

Nánari úrslit og fregnir af gangi mála má sjá á mótssíðunni. Einnig var fylgst með mótinu á www.skak.is.

Í Marianske Lazne  tefldu líka Hellismennirnir Róbert Lagerman, Björn og Bragi Þorfinnssynir. Þeir áttu misjöfnu gengi að fagna. Róbert byrjaði vel, en veiktist og kláraði mótið með 5 stig í mínus og 5,5 vinning í ellefu skákum. Björn byrjaði afar illa og var nánast núllaður út í byrjun mót, en síðan rann á hann alræmt Húns-æði og sigraði hann í fjórum skákum í röð og endaði með 6 vinninga af 11. Hann lækkar um eitt stig fyrir frammistöðu sína, en um tíma var hann með vel yfir 30 stig í mínus. Björn og Róbert tefldu saman í öðrum AM flokki mótsins. Bragi Þorfinnsson tefldi í hinum SM flokknum. Hann tefldi frambærilega allt mótið, en voru mislagðar hendur. Hann fékk 5 vinninga af 11 og tapar 5 stigum. 

Nú en rúsínan í pylsuendanum var frammistaða Dags Arngrímssonar. Hann og Stefán eiga það sameiginlegt að hafa náð tilskyldum áföngum að titlum, Stefán að SM titli en Dagur að AM titli. Dagur byrjaði með látum og hreinsaði upp heila punkta í hverri skákinni á fætur annarri.  Þegar upp er staðið hafði hann hlotið 8,5 vinninga af 11 og var einum og hálfum vinningi fyrir ofan næsta mann. Dagur hafði 2359, en græðir 27,6 stig fyrir þennan árangur. Hann þarf nú aðeins tæp 15 stig til að hljóta útnefningu alþjóðlegs meistara!

Staða efstu manna var eftirfarandi (en nánari úrslit má sjá hér)

 

Final Ranking after 11 Rounds

Rk.     Name sex FED RtgI Pts.  TB1   TB2  Rp K rtg+/-
1 FM Arngrimsson Dagur   ISL 2359 8,5 41,50 0,0 2504 15 27,6
2 IM Biolek Richard   CZE 2422 7,0 36,25 0,0 2399 10 -3,2
3   Jedlicka Ales   CZE 2318 6,5 33,50 0,0 2372 15 12,8
4 FM Fejzullahu Afrim   SRB 2323 6,5 32,00 0,0 2371 15 11,4

Dagur og Stefán eru nú staddir í Ungverjalandi, þar sem þeir munu taka þátt í First Saturday móti, sem lýkur um miðjan mánuðinn.

Hér heima stendur nú yfir Alþjóðlegt unglingamót Hellis. Þegar 1. umferð er lokið hafa báðir fulltrúar TR, Daði Ómarsson (1999) og Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir (1520) fullt hús vinninga! Daði sigraði Jóhönnu B. Jóhannsdóttur en Geirþrúður sigraði Danann Björn Möller Oschner (1920).