Tap gegn Litháen



Skáksveit Laugalækjarskóla tapaði gegn Litháen 1-3 í 3. umferð Evrópumóts grunnskólasveita. Þessar sömu sveitir börðust um sigurinn síðast. Það var Matthías Pétursson sem vann, en hann hefur hreinsað þetta hingað til og heldur því vonandi áfram.

G. Pétur Matthíasson, sem tekið hefur meðfylgjandi myndir frá mótinu, segir svo frá umferðinni:

Það hefur gengið betur á skákborðunum en í dag. Erkifjendurnir Litháar unnu 3-1, það var Matti sem hélt uppi heiðri sveitarinnar með því að sigra hana Birgitu. Einsog venjulega var Matti síðastur að tefla, var víst með unna skák löngu fyrr en áður en hann vann var hann líka með tapað, þannig að það er nú gott að hann vann. Staðan er þá þannig að Litháarnir eru með 7,5 vinninga, Hvíta-Rússland með 6,5, Búlgaría með 5,5 og Laugalækur með 4,5. Matti minn er búinn að vinna allar sínar skákir en hitt hefur gengið síður. En þetta er líka afar sterkar sveitir og mikil og góð reynsla fyrir strákana einsog Torfi bendir á á TR-vefnum.