Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið þriðjudaginn 29. desember kl. 19.30. Tefldar verða 2×7 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma. Mótið fer fram í húsnæði T.R. að Faxafeni 12. Þátttökugjald er kr. 500 en frítt fyrir 15 ára og yngri. Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Sigurvegari síðasta árs var Oliver Aron Jóhannesson. Hlökkum til að sjá ykkur!
Lesa meira »Tag Archives: jól
Fjölmenn jólaskákæfing
Jólaskákæfing Taflfélags Reykjavíkur var vel sótt bæði af börnum og fullorðnum og áttu gestir notalega samverustund á þessari sannkölluðu fjölskylduhátíð. Tefldar voru fimm umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma þar sem fjölskyldur og vinir öttu kappi í tveggja manna liðum. Sem fyrr voru liðin nefnd fjölbreyttum og skemmtilegum nöfnum sem í flestum tilvikum tengdust jólunum. Hlutskarpasta liðið reyndist vera Jólasveinarnir en þar ...
Lesa meira »