Skákirnar úr lokuðu flokkum Haustmótsins eru aðgengilegar á pgn formi hér. Lokastaðan Umfjöllun
Lesa meira »Tag Archives: htr
Einar Hjalti sigurvegari Haustmótsins
Alþjóðlegi meistarinn Einar Hjalti Jensson er sigurvegari Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur 2015. Einar hlaut 7,5 vinning í skákunum níu og er vel að sigrinum kominn en hann fór taplaus í gegnum mótið. Í öðru sæti með 6,5 vinning var kollegi hans, Bragi Þorfinnsson, og þá var Oliver Aron Jóhannesson þriðji með 6 vinninga. Bragi var efstur TR-inga og er því Skákmeistari ...
Lesa meira »Mikil spenna á Haustmótinu – Einar og Bragi efstir
Þegar tvær umferðir lifa af Haustmóti TR er spennan í algleymingi í öllum fjórum flokkunum. Í A-flokki deila með sér efsta sætinu alþjóðlegu meistararnir Einar Hjalti Jensson og Bragi Þorfinnsson en báðir hafa þeir 5,5 vinning. Í sjöundu umferð sigraði Bragi Benedikt Jónasson en Einar Hjalti gerði jafntefli við stórmeistara kvenna, Lenku Ptacnikovu. Athygli vekur að næstur með 4 vinninga ...
Lesa meira »Oliver efstur á Haustmótinu
Í gærkvöldi var tefld 3.umferð í Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur. Annir skákmanna voru miklar þennan sunnudaginn og voru frestaðar skákir óvenju margar. Þeir skákmenn sem settust að tafli í Faxafeninu í dag áttu ekki síður annríkt því margar skákirnar voru æsispennandi og flækjustig æði hátt. Í opnum flokki áttu þeir stigahærri í mesta basli með þá stigalægri. Björn Magnússon, sem fyrir umferðina ...
Lesa meira »Haustmót TR hefst sunnudaginn 13. september
Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 2015 hefst sunnudaginn 13. september kl.14. Mótið, sem er hið 82. í röðinni, er eitt af aðalmótum vetrarins í reykvísku skáklífi og er jafnframt meistaramót T.R. Mótið er flokkaskipt og öllum opið. Haustmótið fer fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, skákhöllinni að Faxafeni 12. Tefldar verða tvær umferðir á viku. Alls eru níu umferðir í hverjum flokki. Lokuðu ...
Lesa meira »