Taflfélag Reykjavíkur stóð uppi sem sigurvegari í Hraðskákkeppni taflfélaga sem fram fór síðastliðinn sunnudag. A-sveit félagsins hlaut 61 vinning, heilum 8,5 vinning á undan næstu sveit sem var Skákfélag Akureyrar með 52,5 vinning. Í 3.sæti varð Skákfélagið Huginn með 52 vinninga, en athygli vakti hve marga sterka skákmenn vantaði í lið þeirra. Taflfélag Reykjavíkur hafði ekki eingöngu á að skipa sterkustu skáksveitinni heldur sendi félagið einnig flestar skáksveitir í mótið, alls þrjár.
Omar Salama hlaut flesta vinninga TR-inga en hann fékk 13,5 vinning í 14 skákum á 6.borði í A-sveitinni. Sannarlega glæsileg frammistaða. Þá var mjög ánægjulegt að sjá gamla brýnið Margeir Pétursson við skákborðið í þessu móti en hann halaði inn 10,5 vinning.
Árangur A-sveitarinnar var sem hér segir:
- Guðmundur Kjartansson 7,5v.
- Arnar Gunnarsson 8,5v.
- Margeir Pétursson 10,5v.
- Bragi Þorfinnsson 8,5v.
- Raymond Kaufman 12,5v.
- Omar Salama 13,5v.
B-sveit félagsins var skipuð sterkustu unglingum félagsins og hlaut hún 44,5 vinninga í 7.sæti. Þar bar hæst sterkt frammistaða Vignis Vatnars Stefánssonar á 1.borði en nældi í 8 vinninga og hækkar um 24 hraðskákstig. Árangur B-sveitarinnar:
- Vignir Vatnar Stefánsson 8v.
- Bárður Örn Birkisson 7v.
- Björn Hólm Birkisson 5v.
- Gauti Páll Jónsson 5,5v.
- Hilmir Freyr Heimisson 7v.
- Aron Þór Mai 6v.
C-sveit TR var blanda af reynsluboltum og ungum og efnilegum og hlaut sveitin 40,5 vinning í 8.sæti. Þar fóru fremst Alexander Oliver Mai og Jakob Alexander Petersen með 7 vinninga og Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir með 6,5 vinning. Þau hækka um 44-51 hraðskákstig. Árangur C-sveitarinnar:
- Björgvin Víglundsson 5v.
- Kjartan Maack 5v.
- Alexander Oliver Mai 7v.
- Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir 6,5v.
- Róbert Luu 4v.
- Jakob Alexander Petersen 7v.
Upplýsingar um lokastöðu og einstaklingsúrslit má finna á Chess-Results.
Frétt skak.is um mótið.