T.R. ingar stóðu í ströngu víðar en í Boðsmótinu, en í kvöld fóru einnig fram undanúrslit í Hraðskákkeppni taflfélaga. Vösk sveit Akureyinga kom í heimsókn og eftir nokkrar mínútur féll vefstjórinn fyrir Rúnari Sigurpálssyni. En lengra komust norðanmenn ekki. Taflfélagsmenn sigruðu með 52 vinningum gegn 20 vinningum Akureyringa. Í hálfleik var staðan 25 1/2 – 10 1/2.
Umf. | ||
1 | 4 | 2 |
2 | 4 | 2 |
3 | 4 1/2 | 1 1/2 |
4 | 4 1/2 | 1 1/2 |
5 | 5 | 1 |
6 | 3 1/2 | 2 1/2 |
7 | 5 | 1 |
8 | 3 1/2 | 2 1/2 |
9 | 3 | 3 |
10 | 5 | 1 |
11 | 4 1/2 | 1 1/2 |
12 | 5 1/2 | 1/2 |
52 | 20 |
Árangur einstakra leikmanna var sem hér segir:
Arnar E. Gunnarsson 9 1/2 / 12 | Rúnar Sigurpálsson 5 1/2 / 12 |
Snorri G. Bergsson 9 1/2 / 12 | Arnar Þorsteinsson 5 / 12 |
Stefán Kristjánsson 8 1/2 / 12 | Halldór B. Halldórsson 3 1/2 / 12 |
Dagur Arngrímsson 8 1/2 /12 | Björn Í. Karlsson 3 / 12 |
Guðni S. Pétursson 6 / 12 | Þórleifur Karlsson 2 / 12 |
Þröstur Þórhallsson 5 1/2 / 6 | Stefán Bergsson 1 / 12 |
Jón V. Gunnarsson 4 1/2 /5 | |
Júlíus L. Friðjónsson 0 /1 |
Á síðasta ári sigruðu T.R.ingar lið Hellismanna í úrslitum með fáheyrðum yfirburðum og hafa því titil að verja.