Þó nokkurra góðra félaga væri saknað var samt ágæt mæting á Sumarhátíð Unglingadeildar TR laugardaginn 17 maí. Byrjað var á að efna til hraðskákmóts og skráðu 13 krakkar sig til leiks.
Tefldar voru 13 umferðir og var allan tímann hressilega teflt og hart tekist á. Dagur Andri og Páll Andrason háðu hnífjafna baráttu og Guðmundur Lee var aldrei langt undan.
Þessir þrír fengu allir DVD gamanmyndir með Jim Carrey í verðlaun, en allir fengu þó súkkulaði og gos til að gæða sér á.
Úrslit mótsins urðu eftirfarandi:
1. Dagur Andri Friðgeirsson Fjölni 12½/13
2. Páll Andrason TR 12
3. Guðmundur Kristinn Lee TR 10
4. Dagur Kjartansson Helli 9
5.-6. Stefanía Stefánsdóttir TR 8
5.-6. Friðrik Þ. Stefánsson TR 8
7. Birkir Karl Sigurðsson TR 7½
8. Geirþrúður Guðmundsdóttir TR 7
9. Einar Ólafsson TR 5½
10.Benjamín Gísli Einarsson TR 5
11.Eyjólfur Emil Jóhannsson TR 3½
12.Kristófer Þór Pétursson TR 2
13.Figgi Truong TR 1
Að lokinni taflmennsku var slegið upp svaka pizzuveislu og ávarpaði Óttar Felix Hauksson formaður TR hópinn og bauð nýja sterka unglinga úr Kópavoginum og víðar að velkomna í félagið og greindi jafnframt frá sumaráætlun félagsins.
Torfi Leósson kom síðan í heimsókn og kynnti æfingaáætlun fyrir úrvalslið unglingadeildar, en æfingar hjá úrvalsliðinu hefjast fimmtudaginnn 5. júní og verða í sumar á fimmtudögumkl 17:30 -19:00 og á sunnudögum kl.
19:30 – 21:00.
Sumarhátíðin endaði með sameiginlegri bíóferð í Laugarásbíó þar sem boðið var upp á nýja gamanmynd um þá félaga Harold og Kumar, og ævintýri þeirra í Guantanamo.
Óttar Felix Hauksson formaður, Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir varaformaður TR og Elín Guðjónsdóttir frá unglinganefnd TR sáu um alla framkvæmd þessarar velheppnuðu hátíðar.
ÓFH