Stúlknameistaramót Reykjavíkur laugardaginn 5. apríl



 

Stúlknameistaramót Reykjavíkur fer fram í Skákhöllinni í Faxafeni laugardaginn 5. apríl nk. og hefst kl. 14.

Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi og er umhugsunartími fyrir hverja skák 15 mínútur á hvorn keppanda.

Þetta er í fimmta skipti sem Taflfélagi Reykjavíkur heldur mótið, en þess má geta að Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir hefur borið sigur úr býtum fjögur ár í röð!

Keppt er í þriðja sinn um veglegan farandbikar sem hjónin Ólafur S. Ásgímsson og Birna Halldórsdóttir gáfu. Einnig verða eignarbikarar fyrir þrjú efstu sætin.

Öllum stúlkum á grunnskólaaldri í landinu er heimil þátttaka og geta unnið eignarbikar, en titilinn og farandbikarinn hreppir sú sem efst er að vinningum þeirra er búsettar eru í Reykjavík.

Að lokinni verðlaunaafhendingu verður pizzuveisla fyrir keppendur í boði TR. Skráning fer fram á staðnum og hefst kl.13:30. Skákstjóri verður Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir.