Stórmót Árbæjarsafns og TR fer fram á sunnudaginn



Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 20. ágúst.

Þetta skemmtilega mót í sögulegu umhverfi er fyrir löngu orðinn fastur viðburður í skákdagatalinu.

Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl. 14. Tefldar verða 8 umferðir með umhugsunartímanum 4 mín á  skák auk 2 sek á hvern leik (4+2).

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr.

Þátttökugjald er 1500 kr. fyrir 18 ára og eldri, en ókeypis er fyrir yngri en 18 ára og er þátttökugjald jafnframt aðgangseyrir í  safnið. Þeir sem fá ókeypis aðgang í safnið, t.d. eldri borgarar og öryrkjar, borga ekkert þátttökugjald.

Þátttökugjald er greitt við inngang Árbæjarsafns.

Mótið verður reiknað til alþjóðlegra (Fide) hraðskákstiga. Skráning fer fram í gegnum hlekkinn hér að neðan.

Skráningarform

Skráðir keppendur