Stjórnarskipti hjá TR



Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur var haldinn nýverið og ný stjórn kosinn, venju samkvæmt, fyrir starfsárið 2016-2017.

Björn Jónsson sóttist ekki eftir endurkjöri í embætti formanns eftir að hafa leitt félagið undanfarin þrjú kjörtímabil. Hefur formannstíð Björns einkennst af kraftmikilli elju sem hefur endurspeglast í blómlegu starfi félagsins undanfarin misseri. Umsvif félagsins hafa aukist umtalsvert, bæði hvað varðar mótahald og kennslu. Þá hafa ýmsar nýjungar litið dagsins ljós fyrir tilstuðlan Björns; Nýtt námsefni fyrir börn, Bikarsyrpa TR, Páskaeggjasyrpa TR og skemmtikvöldin vinsælu, svo fátt eitt sé nefnt. Taflfélag Reykjavíkur þakkar Birni heilshugar fyrir fórnfúst starf í þágu félagsins.

Við embætti formanns tekur Kjartan Maack. Aðrir í nýkjörinni stjórn og varastjórn félagsins eru Þórir Benediktsson, Ríkharður Sveinsson, Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir, Eiríkur K. Björnsson, Gauti Páll Jónsson, Magnús Kristinsson, Þorvarður Fannar Ólafsson, Torfi Leósson, Veronika Steinunn Magnúsdóttir og Birkir Bárðarson.