Skákþing Íslands1. umferð Skákþings Íslands fór fram í gær. Í Landsliðsflokki sigruðu Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þórhallsson, en Stefán Kristjánsson, Dagur Arngrímsson og Snorri G. Bergsson gerðu jafntefli, þeir tveir síðastnefndu reyndar innbyrðis. Jón Viktor Gunnarsson tapaði.

Í A-flokki kvenna tapaði Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir.

Í opnum flokki sigruðu Guðni Stefán Pétursson, Halldór Garðarson og Bjarni Magnússon skákir sínar, en Hörður Garðarson, Þorsteinn Leifsson og Arnþór Hreinsson töpuðu. Sex T.R. ingar taka þátt í opnum flokki.

Sjá nánar fréttir og aðrar upplýsingar á heimasíðu mótsins.