Skákmót öðlinga 2008.
Skákmót öðlinga,40 ára og eldri hefst miðvikudaginn 26.mars n.k. í Faxafeni 12 félagsheimili TR.kl 19:30. Tefldar verða 7.umferðir eftir Svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 1,30 klst á alla skákina + 30 sek viðbótartími á hvern leik fyrir báða keppendur.
Dagskrá.
1.umferð miðvikud. 26.mars kl 19:30
2.umferð miðvikud. 02.apríl kl 19:30
3.umferð miðvikud. 09.apríl kl 19:30
4.umferð miðvikud. 16.apríl kl 19:30
5.umferð miðvikud. 23.apríl kl 19:30
6.umferð miðvikud. 30.apríl kl 19:30
7.umferð miðvikud. 07.maí kl 19:30
Mótinu lýkur miðvikudaginn 14. maí kl 19:30 með hraðskákmóti og verðlaunaafhendingu. Keppt er um veglegan farandbikar,en auk þess eru verðlaunagripir fyrir þrjú efstu sætin,bæði í aðalmótinu og hraðskákmótinu.
Þátttökugjald er kr 3.500,00 fyrir aðalmótið og kr. 500,00 fyrir hraðskákmótið. Innifalið er frítt kaffi allt mótið og rjómavöfflur og fleira góðgæti á lokakvöldi.
Skráning og upplýsingar veitir Ólafur S. Ásgrímsson í síma 895-5860 Netfang oli.birna@simnet.is