Taflfélag Reykjavíkur býður öllum vinnustöðum að taka þátt í Skákkeppni vinnustaða 2013 sem fram fer í félagsheimili T.R, Skákhöllinni Faxafeni 12, föstudaginn 1. febrúar 2013 og hefst kl. 19.30.
Upplýsingar og keppnisfyrirkomulag:
Dagsetning: Föstudagur 1. febrúar kl. 19.30
Staður: Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12 (Skeifunni)
Sveitakeppni: Þetta er liðakeppni/sveitakeppni og tefla 3 í hverju liði. Vinnustaðirnir geta sent fleira ein eitt lið til keppni. Liðin verða þá auðkennd sem A-lið, B-lið o.s.frv. Hvert lið getur haft 1-2 varamenn.
Umferðir: Fjöldi umferða fer eftir þátttöku (7-11 umferðir). Umhugsunartími er 10 mínútur á mann.
Keppnisfyrirkomulag: svissneskt kerfi og flestir vinningar gilda.
Verðlaun:
1. verðlaun: Eignabikar fyrir vinnustaðinn og farandbikar til vörslu í 1 ár auk verðlaunapeninga (medalíur) fyrir keppendur
2. verðlaun: Eignabikar fyrir vinnustaðinn auk verðlaunapeninga (medalíur) fyrir keppendur
3. verðlaun: Eignabikar fyrir vinnustaðinn auk verðlaunapeninga (medalíur) fyrir keppendur
Þátttökugjald er kr. 15.000 á hverja sveit.
Upplýsingar veitir Ríkharður Sveinsson, stjórnarmaður í Taflfélagi Reykjavíkur. Netfang: rz@itn.is gsm: 7722990.
Skráning og staðfesting þátttöku: skráning fer fram á heimasíðu Taflfélags Reykjavíkur, www.taflfelag.is á sérstöku skráningarformi eða með því að senda skráningu á taflfelag@taflfelag.is
Þátttökugjaldið greiðist inn á reikning Taflfélags Reykjavíkur. Reikningsnúmer: 0101-26-640269. Kennitala: 640269-7669. Vinsamlegast setjið í skýringu: VINNUST
Verið velkomin að taka þátt í Skákkeppni vinnustaða 2013 – hlökkum til að sjá ykkur!