Skákæfingar fullorðinna hefjast í kvöld!



Skákæfingar fyrir 16 ára og eldri

Haldnir eru hálfsmánaðarlegir fyrirlestrar. Eftir um klukkutíma fyrirlestur er sett upp lítið hraðskákmót. Æfingarnar hefjast klukkan 19:30 og þeim lýkur um klukkan 21:30. Ingvar Þór Jóhannesson mun hafa yfirumsjón með æfingunum en einnig verða fengnir gestafyrirlesarar. Ekki er tekið við skráningum í þessar æfingar, heldur mun kosta 1000kr. á hvern fyrirlestur.

Fyrirlestrarnir fara fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12.

Fyrsta æfingin verður fimmtudagskvöldið 22. september.

Það verða 6 fyrirlestrar haustið 2022

Skákmenn geta skráð sig á póstlista æfinganna þar sem sendur verður tölvupóstur hálfsmánaðarlega með áminningu um æfingar vikunnar.

Skráning á póstlista

Dagskráin:

22. september 

6. október 

20. október – Geðheilbrigðismótið

3. nóvember 

17. nóvember 

1. desember 

15. desember