Roberto Osorio sigurvegari U2000



22.október fór fram lokaumferðin í U2000 móti T.R. Fyrir hana var Birkir Hallmundarson einn efstur með 5 vinninga og á eftir honum komu fimm aðrir keppendur með 4½ vinning.

Markús Orri, Birkir Hallmundarson

Markús Orri, Birkir Hallmundarson

Á fyrsta borði mættust Markús Orri og Birkir. Upp kom lína í dreka afbrigði í Sikileyjarvörn. Eftir byrjunina fórnaði Birkir skiptamuni en fékk ekki nægjanlegar bætur fyrir. Markús tefldi örugglega og vann skákina.

Roberto Osorio, Unnar Ingvarsson

Roberto Osorio, Unnar Ingvarsson

Á öðru borði telfdu Roberto Osario og Unnar Ingvarsson. Eftir byrjunina Í skandinavanum fékk Roberto mjög þæginlegt tafl og það reyndist erfitt fyrir svartan að klára liðsskipunina. Í framhaldi vann Roberto skiptamun og reyndist eftirleikurinn frekar auðveldur fyrir hann.

Magnús Dagur, Arnar Breki

Magnús Dagur, Arnar Breki

Á þriðja borði tefldu Magnús Dagur og Arnar Breki. Eftir byrjunina í spænska leiknum leit staðan frekar hættulega út fyrir svartan á yfirborðinu. Arnar Breki var hins vegar með allt á hreinu og eftir að hafa stöðvað sóknina missti Magnús miðborðið og Arnar Breki endaði á því að vera nokkrum peðum yfir í endataflinu.

Að lokum urðu þess vegna Markús, Roberto og Arnar Breki jafnir með 5½ vinning. Þegar kom að oddastigum reyndist Roberto töluvert yfir þeim og endaði efstur með 27½ stig. Á eftir honum kom síðan Arnar breki með 24 og Markús með 23.

Lokastaðan eftir 7.umferðir

Lokastaðan eftir 7.umferðir

🥇Roberto Eduardo Osorio Ferrer 5½ (27½)

🥈Arnar Breki Grettisson 5½ (24)

🥉Markús Orri Jóhannsson 5½ (23)

Lokastaðan á chess-results ásamt skákum mótsins chess-results

Skákirnar á lichess

 



About Daði Ómarsson

Skák kennari og dómari hjá Taflfélagi Reykjavíkur.