Reykjavíkurmót grunnskólasveita í skák 2015 fer fram mánudaginn 9. febrúar n.k. og hefst kl.17.
Tefldar verða 7 umferðir með 10 mín. umhugsunartíma á skák. Allar sveitirnar keppa í einum opnum flokki, og veitt verða verðlaun fyrir þrjár efstu sveitirnar sem og þrjár efstu stúlknasveitirnar. Hver sveit skal skipuð fjórum nemendum frá hverjum skóla auk 1-4 varamanna.
Hverjum skóla er heimilt að senda fleiri en eina sveit til þátttöku og skal þá sterkasta sveitin nefnd A, sú næststerkasta B, o.s.frv. Sigursveitin verður Reykjavíkurmeistari grunnskólasveita 2015 og hlýtur farandbikar til vörslu í eitt ár. Mótið hefst, sem áður segir, kl. 17 og lýkur um kl. 20. Verðlaunaafhending verður strax að móti loknu.
Sveitakeppni grunnskóla í Reykjavík er haldin í samvinnu Taflfélags Reykjavíkur og Skóla-og frístundasviðs Reykjavíkur og fer keppnin fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12.
Mikilvægt er að skólarnir sendi fylgdarmann með sínu liði, keppendum til halds og trausts.
Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Skóla og frístundasviðs eða á soffia.palsdottir@reykjavik.is Einnig er hægt að senda skráningu á taflfelag@taflfelag.is eigi síðar en föstudaginn 6. febrúar.
Ekki verður hægt að skrá lið á mótsstað.
Þátttökurétt hafa eingöngu nemendur í grunnskólum Reykjavíkur.