Páll Andrason í 6.-8. sæti á Unglingameistaramótinu



Páll Andrason (1573) er einn af virkustu skákmönnum landsins en TR-ingurinn ungi tekur nánast þátt í öllum mótum sem haldin eru og er það mjög vel gert af hans hálfu.  Nú um helgina hafnaði hann í 6.-8. sæti af 29 á Unglingameistaramóti Íslands sem fram fór í félagsheimili Taflfélagsins Hellis.  Páll hlaut 4,5 vinning úr sjö skákum en teflt var með 25 mínútna umhugsunartíma.

Veronika Magnúsdóttir, ung og efnileg TR-stúlka, tók einnig þátt í mótinu og hafnaði í 26.-29. sæti með 2 vinninga en hún er að stíga sín fyrstu skref í heimi skákmótanna.

Sigurvegari mótsins, með 6 vinninga, var Hjörvar Steinn Grétarsson (2358) eftir 2-0 sigur í einvígi gegn Hallgerði Helgu Þorsteinsdóttur (1943) en hún hlaut einnig 6 vinninga.

  • Heimasíða Hellis
  • Chess-Results
  • Myndaalbúm mótsins