Kynjahlutföll voru jöfn í fyrsta sinn á Barna- og Unglingameistaramóti Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramóti Reykjavíkur og fer mótið í sögubækurnar fyrir vikið, en 15 tóku þátt í hvoru móti, sem fram fór í dag í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni.
Krakkar á öllum aldri háðu orrustu á reitunum 64 og voru sérstaklega áberandi hópar krakka úr Taflfélagi Reykjavíkur og úr Skákdeild Fjölnis.
Í Stúlknameistaramótinu vann Iðunn Helgadóttir öruggan sigur, hlaut 7 vinninga af 7 mögulegum, rétt eins og í fyrra, og er því Stúlknameistari Reykjavíkur þriðja árið í röð! Í 2. sæti varð Emilía Embla Baldvinsdóttir Berglindardóttir með 6 vinninga og í 3. sæti varð Silja Rún Jónsdóttir með 5 vinninga.
Aldursflokkasigurvegarar í Stúlknameistaramóti Reykjavíkur:
f.2014 Margrét Einarsdóttir
f.2013 Elsa Margrét Aðalgeirsdóttir
f.2012 Emilía Embla Baldvinsdóttir Berglindardóttir
f.2011 Silja Rún Jónsdóttir
f.2009 Nadia Dagný Indriðadóttir
f.2007 Iðunn Helgadóttir
Heildarúrslit í Stúlknameistaramóti Reykjavíkur
Í Barna- og Unglingameistaramótinu vann Ingvar Wu Skarphéðinsson nokkuð öruggan sigur. Eftir sigur á Benedikt Þórissyni í háspennuskák í 4. umferð gat Ingvar leyft sér tvö jafntefli til að tryggja sigurinn og endaði með 6 vinninga og er því Unglingameistari Reykjavíkur í ár. Öruggur í 2. sæti varð Gunnar Erik Guðmundsson með fimm og hálfan vinning og svo voru þrír jafnir með fjóran og hálfan vinning, en af þeim var Adam Omarsson efstur á stigum.
Aldursflokkasigurvegarar í Barna- og Unglingameistaramóti Reykjavíkur:
f.2013 Birkir Hallmundarson
f.2011 Sigurður Páll Guðnýjarson
f.2010 Theódór Eiríksson
f.2009 Einar Dagur Brynjarsson
f.2007 Ingvar Wu Skarphéðinsson
f.2006 Benedikt Þórisson
Heildarúrslit í Barna- og Unglingameistaramóti Reykjavíkur
Skákstjórar voru Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir og Torfi Leósson, eins og undanfarin ár.