Síðastliðið miðvikudagskvöld fór fram önnur umferð Vetrarmóts öðlinga í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur. Líkt og í fyrstu umferð voru mörg úrslit eftir bókinni góðu, þ.e.a.s hinir stigahærri unnu þá stigalægri.
Arnfinnur Bragason (1396) heldur þó áfram að gera góða hluti og eftir að hafa gert jafntefli við Kjartan Másson (1797) í fyrstu umferð lagði hann nú John Ontiveros (1766) að velli. Einnig má geta þess að Kristján Halldórsson (1838) gerði jafntefli við skáksprautuna geðþekku frá suðurnesjum Siguringa Sigurjónsson (1942) og sömu úrslit urðu í skák Tómasar Árna Halldórssonar (1735) gegn fyrrnefndum Kjartani Mássyini (1797).
Fjórir stigahæstu skákmenn mótsins leiða nú með fullt hús, en það eru þeir Þorvarður F. Ólafsson (2213), Magnús P. Örnólfsson (2167), Sverrir Örn Björnsson (2104) og Magnús Magnússon (1978)
Þriðja umferð fer fram næstkomandi miðvikudagskvöld og þá fara efstu menn að mætast. Þorvarður teflir við Magnúsi Pálma, Siguringi við Magnús Magnússon en Sverrir Örn tekur yfirsetu.
http://www.chess-results.com/tnr150003.aspx?lan=1&art=2&rd=3&wi=821