Omar og Júlíus efstir á KORNAX mótinu



Skákþing Reykjavíkur hélt áfram í gærkvöldi þegar fimmta umferð fór fram.  Helstu úrslit voru þau að Omar Salama sigraði alþjóðlega meistarann Sævar Bjarnason, Júlíus L. Friðjónsson hafði betur gegn Halldóri Pálssyni og stórmeistari kvenna, Lenka Ptacnikova, sigraði Vigfús Ó. Vigfússon.  Þá má nefna að Dagur Ragnarsson sigraði Jóhann H. Ragnarsson og Jón Trausti Harðarson gerði jafntefli við Þór Valtýsson.  Vignir Vatnar Stefánsson heldur áfram að ná góðum úrslitum og gerði nú jafntefli við Mikael Jóhann Karlsson en á þeim munar tæplega 350 skákstigum.

 

Staða efstu keppenda er því þannig að Omar og Júlíus eru jafnir með 4,5 vinning en fimm keppendur koma næstir með 4 vinninga, þeirra á meðal Fide meistararnir Davíð Kjartansson og Einar Hjalti Jensson, en viðureign þeirra var frestað og mun ekki fara fram fyrr en á laugardag,  Annar þeirra getur því skotist í efsta sætið en það er ljóst að það stefnir í mjög spennandi lokasprett.

 

Pörun sjöttu umferðar, sem fer fram á föstudagskvöld, er ljós og má nálgast á Chess-Results líkt og úrslit, stöðu o.fl.

  • Úrslit, staða og pörun
  • Dagskrá og upplýsingar
  • Skákmeistarar Reykjavíkur
  • Mótstöflur síðustu ára
  • Myndir (JHR)