Selfyssingurinn knái, Oddgeir Ottesen, lét sig ekki muna um að vinna allar sínar skákir á Þriðjudagsmóti TR í gær. Hann stóð að vísu tæpt á tímabili í skák sinni við Sigurð Frey í 2. umferð en sneri taflinu sér í vil í flóknu endatafli. Oddgeir nýtti tímann við borðið annars afbragðsvel; í öllum umferðum lauk hans skákum síðast og þar sýndi sig að þrautseigjan skilar árangri. Áðurnefndur Sigurður var síðan efstur í hópi fjögurra sem voru með 2 ½ vinning og þar með í 2. sæti. Svo bar við að Logi Sigurðarson og Hörður Jónasson voru jafnir á öllum kvörðum í 3. – 4. sæti.
Önnur úrslit og lokastöðu má annars sjá hér.
Þriðjudagsmótin verða a.m.k. út júní og þ.a.l. næst þriðjudagskvöldið 9. júní. Taflið hefst að venju 19:30 og tímamörk 15 mínútur og 5 sekúndna viðbótartími.