Það var nóg að gera í Taflfélaginu í nóvember. Skoðum hvað var að frétta!
Byrjum á samantekt á vikulegu mótunum okkar – flaggskipi TR! Haldin voru þrjú þriðjudagsmót og fjögur fimmtudagsmót í mánuðinum. Á þriðjudögum eru tefldar 5 atskákir og á fimmtudögum yfirleitt um 10 hraðskákir.
- Fimmtudagsmót 7. nóvember mættu 12 til leiks og Kristján Örn Elíasson hafði sigur með 10.5 vinning í 11 skákum
- Þriðjudagsmót 12. nóvember mættu 17 til leiks og Þórleifur Karlsson vann með 4.5 vinning úr skákunum 5
- Fimmtudagsmót 14. nóvember mættu 10 til leiks og Þorsteinn Gauti Sigurðsson vann mótið með 7.5 vinning úr 9 skákum
- Þriðjudagsmót 19. nóvember mættu 14 til leiks og Kristófer Orri Guðmundsson vann með 4.5 vinning úr skákunum 5
- Fimmtudagsmót 21. nóvember mættu 14 til leiks og Kristján Örn Elíasson hafði sigur með 11.5 vinning úr 13 skákum. Um að gera að tefla “allir við alla”!
- Þriðjudagsmót 26. nóvemember mættu 18 til leiks og Fide-meistarinn Símon Þórhallsson vann með fullu húsi, 5 vinningum úr 5 skákum
- Fimmtudagsmót 28. nóvember mættu 11 til leiks og Andrey Prudnikov stóð uppi sem sigurvegari með 9.5 vinning úr 10 skákum
Atskákkeppni Taflfélaga fór fram í mánuðinum. Mótshaldarinn, Taflfélag Reykjavíkur, vann mótið og það í fyrsta sinn! Þetta var í fjórða skiptið sem mótið er haldið. Tefldu félögin fram sveitum á 6 borðum. 14 skáksveitir tóku þátt og þátttekendur voru rúmlega 100 í heildina.
Sigursveit TR skipuðu:
- Þröstur Þórhallsson stórmeistari
- Margeir Pétursson stórmeistari
- Jón Viktor Gunnarsson alþjóðlegur meistari
- Ingvar Þór Jóhannesson Fide meistari
- Daði Ómarsson
- Alexander Oliver Mai
- Gauti Páll Jónsson, varamaður
Frétt mótsins á skak.is
Atskákkeppni taflfélaga á chess-results.
Í mánuðinum lauk einnig U2000 og Y2000 mótum TR. Mikael Bjarki Heiðarsson vann neðri flokkinn og Dagur Ragnarsson efri flokkinn. Daði Ómarsson skákstjóri skrifaði lokapistil um mótið.
U2000 mótið á chess-results
Y2000 mótið á chess-results
Haukur Víðis Leósson vann bikarsyrpu TR með fullu húsi! Bikarsyrpur eru kappskákmót fyrir börn og þetta var 50. bikarsyrpan til þessa! Efst stúlkna varð Katrín Ósk Tómasdóttir. 26 börn tóku þátt í mótinu.
Daði Ómarsson sá líka um skákstjórn í bikarsyrpunni og hér má sjá pistil mótsins.
Fimmtugasta bikarsyrpan á chess-results.
Og yfirferðin er ekki búin enn! Stúlkna- og drengjameistaramót TR fór einnig fram í mánuðinum, flokkaskipt skákveisla!
Hér má lesa pistil mótsins og skoða myndir frá Jökli Úlfarssyni.
Jósef Omarsson er drengjameistari TR 2024 og Emelía Ásgeirsdóttir er stúlknameistari TR 2024. Alls tóku 70 börn þátt í flokkum mótsins.
Það var aldeilis nóg að gera í Taflfélaginu í nóvember, reyndar rétt eins og alla aðra mánuði ársins.
Takk fyrir samfylgdina og sjáumst á næsta skákviðburði – það er alltaf stutt í hann!