Skráningu í æfingarkappskákina 1. júlí lýkur í hádeginu í dag!



Skráningu í æfingarkappskákina 1. júlí lýkur í hádeginu í dag!

Í sumar er miðað við fyrsta fimmtudag hvers mánaðar. Tefld er ein 90/30 kappskák og er hún ekki reiknuð til stiga. Ókeypis þáttaka og opið öllum. Taflmennska hefst klukkan 19:30 og teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12. Húsið opnar klukkan 19:15.

Skráningarform er í skákirnar og lýkur skráningu klukkan 12:00 á hádegi á þriðjudeginum fyrir skákina. Fljótlega eftir hádegi verður pörun birt, og reynt verður að hafa ekki of mikið stigabil milli manna sem mætast. Gefst ágætis tími til undirbúnings fyrir skákina.

Hægt er að líta á æfingarskákirnar sem fínt tækifæri fyrir þá sem vilja dusta rykið af taflmönnunum og “tefla sig í gang”. Einnig sniðugur byrjunarreitur fyrir fólk sem vill prófa kappskák en er ekki tilbúið í mót, og auðvitað líka fínt fyrir virka skákmenn sem vilja einfaldlega tefla meira!

Athugið að ekki er um eiginlegt mót að ræða. Þó verða veitt verðlaun fyrir ástundum, bæði í Y2000 og U2000 flokki.

Skráningarform fyrir skákina 3. júní

Þegar skráðir keppendur

Dagskrá í sumar:
1. Skák fimmtudaginn 6. maí
2. Skák fimmtudaginn 3. júní
3. Skák fimmtudaginn 1. júlí
4. Skák fimmtudaginn 5. ágúst

Og síðan hálfsmánarlega frá september og fram í desember, dagsetningar auglýstar þegar nær dregur.