Mótaáætlun 2012-2013



Alls stendur félagið fyrir sextán mótum á starfsárinu og er af nægu að taka.  Taflmennskan hefst þann 12. ágúst með hinu árlega stórmóti á Árbæjarsafni þar sem meðal annars er teflt með lifandi tafli og stemningin er létt og skemmtileg.  Þá má nefna að Haustmótið hefst 23. september og Skákþing Reykjavíkur 6. janúar.  Vetrarmót öðlinga verður haldið á nýjan leik og hefst 31. október en hið nýja mót fékk góðar viðtökur þegar það var haldið í fyrsta sinn í fyrra.  Að venju stendur félagið fyrir nokkrum mótum fyrir börn og unglinga og hefst það fyrsta 16. september.

Áætlunin í heild sinni er aðgengileg hér.